Vinnumálastofnun býður einstaklingum í atvinnuleit að taka þátt í starfsendurhæfingaráætlun á meðan þeir eru á atvinnuleysisbótum. Skilyrði er sett fyrir atvinnutengdri endurhæfingu, en þau eru m.a.:

  • að starfsendurhæfingaráætlunin komi til með að nýtast þér beint við atvinnuleit að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar og sé til þess fallin að skila þér árangri við atvinnuleit.
  • að Vinnumálastofnun geri samning við þig um atvinnutengda endurhæfingu.
  • að gildistími starfsendurhæfingarsamnings sé að hámarki þrettán vikur.

Heimilt er að framlengja starfsendurhæfingarsamninginn einu sinni ef starfsendurhæfingin hefur borið viðunandi árangur að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar.

Ef þér sýnist að þetta úrræði komi til greina skaltu óska eftir ráðleggingum og aðstoð ráðgjafa þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar til að gera samning um atvinnutengda endurhæfingu eða kíkja á skrifstofu Starfsorku að Miðstræti 11.

Leave a Reply

You can use these tags: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>