Stofnun StarfsorkuÞegar sjúkdómar, slys eða önnur áföll henda getur farið svo að hæfni minnkar og fólk þarf að endurskoða getu sína á ýmsum sviðum. Ýmislegt sem áður var auðvelt og jafnvel sjálfsagt getur nú verið óyfirstíganlegt. Til þess að ná sömu eða sambærilegri færni á ný er endurhæfing mikilvæg, en það ferli miðar að því að gera einstaklinginn aftur hæfan til þátttöku í þeim athöfnum sem hæfni hans skertist til. Í endurhæfingunni er mikilvægt að endurskoða og endurmeta þær aðferðir sem hann hefur áður beitt við að leysa verkefnið. Hér í Eyjum hafa verið fremur fá úrræði til handa þeim sem hafa orðið óvinnufærir.

Comments are closed.