Starfsorka og Starfsendurhæfingarsjóður (Virk) hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér ráðningu ráðgjafa á sviði starfsendurhæfingar í Vestmannaeyjum.

Að Starfsorku koma Stéttarfélögin í Vestmannaeyjum, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Vestmanneyjabær, Fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja (Viska), Úvegsbændafélag Vestmannaeyja og Sjúkrahús Vestmanneyja. 

Ráðgjafi Starfsorku er Hrefna Óskarsdóttir iðjuþjálfi og er hlutverk hennar  að veita einstaklingum í Vestmannaeyjum þjónustu og ráðgjöf á sviði starfsendurhæfingar auk þess að starfa náið með stéttarfélögum starfsmanna,  atvinnurekendum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu.

Kynningarbæklingur Virk

Um störf ráðgjafa

Comments are closed.