Svefn er gríðarlega mikilvægur eðlilegri líkamsstarfsemi og góðri heilsu. Þrátt fyrir að við eyðum um það bil þriðjungi ævi okkar í svefn hugum við ekki að mikilvægi svefnisins fyrr en svefnleysi fer að hrjá okkur. Þegar svo er komið fer öll hugsunin að snúast um það á hvern hátt hægt sé að ná góðum svefni. Svefnleysi getur valdið vanlíðan og þreytu á daginn, og langvarandi svefnleysi eykur hættuna á ýmsum kvillum og geðrænum vandamálum. Tímabundið svefnleysi dregur úr hæfni þinni til að kljást við ýmis vandamál, truflar einbeitingu, minni og rökhugsun.  Til eru góð ráð til að ráða bót á svefnleysi og hér undir má finna nokkra bæklinga sem gefnir hafa verið út um svefnleysi og hvernig vinna megi á því.

Nokkur ráð sem rannsóknir hafa sýnt að hafi góð áhrif á svefn:

Comments are closed.