Félagsþjónusta sveitarfélaga – almennt

Sveitarfélög skulu sjá um að veita íbúum þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga en með íbúa er átt við hvern þann sem lögheimili á í viðkomandi sveitarfélagi. Í almennum ákvæðum um rétt til félagsþjónustu sveitarfélaga er kveðið á um að aðstoð og þjónusta á vegum sveitarfélags skuli jöfnum höndum vera til þess fallin að bæta úr vanda og koma í veg fyrir að einstaklingar og fjölskyldur komist í þá aðstöðu að geta ekki ráðið fram úr málum sínum. 

Sveitarfélög skulu sjá um að veita íbúum þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga en með íbúa er átt við hvern þann sem lögheimili á í viðkomandi sveitarfélagi. Í almennum ákvæðum um rétt til félagsþjónustu sveitarfélaga er kveðið á um að aðstoð og þjónusta á vegum sveitarfélags skuli jöfnum höndum vera til þess fallin að bæta úr vanda og koma í veg fyrir að einstaklingar og fjölskyldur komist í þá aðstöðu að geta ekki ráðið fram úr málum sínum.

X. kafli. Þjónusta við aldraða.
[38. gr.]1)
Sveitarstjórn skal stuðla að því að aldraðir geti búið við eðlilegt heimilislíf í umgengni við aðra svo lengi sem verða má. Jafnframt verði tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf.
[Ákveði sveitarstjórn að fela sérstöku öldrunarmálaráði stjórn öldrunarmála, á grundvelli heimildar í lögum um málefni aldraðra, breytir það engu um þann rétt sem aldraðir eiga samkvæmt lögum þessum, þar á meðal hvað varðar málsmeðferð og málskot.]2)
   1)L. 34/1997, 9. gr. 2)L. 31/1994, 2. gr.
[39. gr.]1) [Félagsmálanefnd, eða öldrunarmálaráð, skal leitast við að tryggja framboð á hentugu húsnæði fyrir aldraða og jafnframt skipuleggja félagslega heimaþjónustu.]2)
   1)L. 34/1997, 9. gr. 2)L. 31/1994, 2. gr.
[40. gr.]1) Sveitarstjórn skal sjá um að félagsþjónusta aldraðra sé fyrir hendi í sveitarfélaginu eftir þörfum. Hér er m.a. átt við heimaþjónustu, félagsráðgjöf og heimsendingu matar. Jafnframt skal tryggja öldruðum aðgang að félags- og tómstundastarfi við þeirra hæfi. Í því sambandi skal lögð sérstök áhersla á fræðslu og námskeiðahald um réttindi aldraðra og aðlögun að breyttum aðstæðum sem fylgja því að hætta þátttöku á vinnumarkaði.
   1)L. 34/1997, 9. gr.
[41. gr.]1) Aldraðir eiga rétt á almennri þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum þessum en að öðru leyti fer um málefni þeirra eftir sérlögum um málefni aldraðra.
   1)L. 34/1997, 9. gr.

XI. kafli. Þjónusta við fatlaða.
[42. gr.]1) Félagsmálanefnd skal vinna að því að fötluðum, hvort sem heldur er af líkamlegum eða andlegum ástæðum, séu tryggð sambærileg lífskjör og jafnrétti á við aðra þjóðfélagsþegna. Jafnframt skulu fötluðum sköpuð skilyrði til að lifa sem eðlilegustu lífi miðað við getu hvers og eins.
   1)L. 34/1997, 9. gr.
[43. gr.]1) Félagsmálanefnd skal skipuleggja félagslega heimaþjónustu fyrir fatlaða og leitast við að tryggja þeim hentugt íbúðarhúsnæði.
   1)L. 34/1997, 9. gr.
[44. gr.]1) Fatlaðir eiga rétt á almennri þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum þessum og skal þeim veitt þjónusta á almennum stofnunum eftir því sem unnt er og við á.
Að öðru leyti fer um málefni þeirra eftir sérlögum um málefni fatlaðra.
Samstarf skal vera sem víðtækast milli [svæðisskrifstofa málefna fatlaðra]2) og einstakra sveitarfélaga um þjónustu við fatlaða.
   1)L. 34/1997, 9. gr. 2)L. 34/1997, 12. gr.

XIII. kafli. Aðstoð við áfengissjúka og vímugjafavarnir.
[48. gr.]1)
Heimilt er sveitarstjórnum að fela félagsmálanefndum lögbundin verkefni áfengisvarnarnefndar, sbr. áfengislög, nr. 82/1969,2) að hluta til eða að öllu leyti.
   1)L. 34/1997, 13. gr. 2)l. 75/1998.
[49. gr.]1) Félagsmálanefndir skulu stuðla að forvörnum í áfengis- og vímugjafamálum í samstarfi við viðeigandi aðila, svo sem lögreglu, heilbrigðisþjónustu og skóla.
   1)L. 34/1997, 13. gr.
[50. gr.]1) Félagsmálanefndir skulu hlutast til um að áfengissjúkir og þeir sem misnota áfengi eða aðra vímugjafa fái viðeigandi meðferð og aðstoð. Þá skal veita aðstandendum og fjölskyldum áfengissjúkra ráðgjöf og aðstoð eftir því sem við á.
   1)L. 34/1997, 13. gr.
[51. gr.]1) Félagsmálanefndir skulu stuðla að því að áfengissjúkir og misnotendur vímugjafa, sem fengið hafa meðferð og læknishjálp, fái nauðsynlegan stuðning og aðstoð til að lifa eðlilegu lífi að meðferð lokinni.
   1)L. 34/1997, 13. gr.

Comments are closed.