Fab Lab er smiðja ótal tækifæra og er ætluð frumkvöðlum, nemendum, almenningi, fyrirtækjum og stofnunum. Fab Lab (Fabrication Labratory) er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Markmið verkefnisins er að auka þekkingu á persónumiðaðri framleiðslu, stafrænum framleiðsluaðferðum í iðnaði og að efla nýsköpun á Íslandi. Þá er líka ætlunin að efla samkeppnishæfni iðnaðarfyrirtækja, menntastofnana og nemenda. Uppruna Fab lab má rekja til MIT-tækniháskólans í Bandaríkjunum og er þær nú að finna um allan heim.

Allir eru velkomnir og hvattir til að nýta sér aðstöðuna, þeim að kostnaðarlausu, en mikilvægt er að fólk komi með hráefnið með sér sjálft. Aðsetur Fab Lab er að Bárustíg 1 og má fá nánari upplýsingar hjá Frosta í síma 481 3355 eða á frosti@nmi.is

Leave a Reply

You can use these tags: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>