Starfsorka er samstarfsverkefni Virk Starfsendurhæfingarsjóðs við Starfsendurhæfingu Vestmannaeyja

 • Stéttarfélögin í Vestmannaeyjum;
 • Lífeyrissjóð Vestmannaeyja
 • Vestmanneyjabæ
 • Fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja (Visku)
 • Úvegsbændafélag Vestmannaeyja 
 • Sjúkrahús Vestmanneyja

Starfsorka

Markmið Starfsorku er að efla virkni, störf og lífsgæði þátttakenda,  efla fólk til sjálfshjálpar og styrkja það til að komast út á vinnumarkaðinn að nýju.  Starfsendurhæfingunni er ætlað annars vegar að samhæfa þjónustu stofnanna og hins vegar að rjúfa vítahring fjárhagslegra erfiðleika, félagslegrar eingangrunnar og brotinnar sjálfsmyndar sem fólk upplifir í kjölfar atvinnumissis, sjúkdóma eða slysa.  Starfsendurhæfingin byggir á styrkleikum einstaklingsins, vilja hans til þátttöku og rétti hans til að nýta starfskrafta sína.  Endurhæfingin getur tengst námi, heilsueflingu, viðtalsmeðferð, ráðgjöf, þjálfun og félagsmótun og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Starfshæfingarsjóður

Starfsemi Starfsendurhæfingarsjóðs miðar að því að ná heildarsýn yfir möguleika einstaklinga til starfsendurhæfingar þegar litið er til heilsu, félagslegs umhverfis, reynslu,  viðhorfa  og  væntinga.  Það  er mikilvægt  að  beina  sjónum  að  því sem einstaklingar geta,  fremur en því  sem þeir geta ekki. Lögð er áhersla á að virðing sé borin  fyrir hverjum einstaklingi og að  trú hans á eigin getu sé markvisst efld. Mikil  lífsgæði  eru  falin  í  því  að  vera  fjárhagslega  sjálfstæður  og  virkur  í  leik og  starfi. Við horfum  á möguleika hvers  einstaklings og  finnum  leiðir  til  að styrkleikar hans geti notið sín. Markmið okkar er að sem flestir geti verið virkir þátttakendur í atvinnulífinu.

Af hverju er starfsnedurhæfing mikilvæg?

 • Örorkulífeyrisþegum hér á landi hefur fjölgað um tæplega 60% á árumun 1995-2006, eða úr 7.800 í 13200. Fjöldi örorkulífeyrisþega í árslok 2008 voru rúmlega 15.000 sem er rúmlega 8% af vinnafli í landinu.
 • Rannsóknir hafa sýnt að þegar fólk hefur verið óvinnufært lengur en tvo mánuði dregur fljótt úr sjálfsöryggi, sjálfsbjargarviðleitni og fótfestu á vinnumarkaði. Þetta gildir bæði um þá einstaklinga sem verða fyrir örorku og þá  sem verða  atvinnulausir af öðrum orsökum.
 • Talið er að um helmingur  þeirra  sem  er frá  vinnumarkaði  í  meira  en  8  vikur og 85% þeirra sem eru frá vinnu í hálft ár eða lengur fari ekki aftur  út  á vinnumarkaðinn aftur.
 • Með starfsendurhæfingu má takmarka beinan og óbeinan kostnað atvinnurekenda, en sá kostnaður getur falist í kröfukostnaði vegna slyss, framleiðslutapi, afleysingarfólki, hækkuðu tryggingariðgjaldi, starfsþjálfun og endurþjálfun, ásamt þekkingu sem glatast.
 • Samkvæmt sænskri rannsókn kemur fram að fyrir hverja eina krónu sem er lögð í starfsendurhæfingu koma 9 til baka í þjóðarbúið.

 Endurhæfingarferlið

Bæði einstaklingar og fyrirtæki geta leitað til ráðgjafa Starfsorku. Einstaklingar geta  leitað eftir  þjónustu  ráðgjafa  að  eigin frumkvæði  eða  eftir  ábendingum  frá öðrum,  t.d.  starfsfólki  heilsugæslunnar, atvinnurekendum, stéttarfélögum ofl. Fyrirtæki geta  leitað til ráðgjafa Starfsorku eftir upplýsingum um réttindi, möguleika og úrræði.

Ráðgjafi metur stöðu einstaklings m.t.t. starfshæfni.   Í öllu ferlinu er gert ráð fyrir virkri þátttöku einstaklingsins og eins er náið samstarf við atvinnurekendur og vinnustað viðkomandi einstaklings mjög mikilvægt.

Endurhæfingaráætlun er mótuð út frá starfshæfnismati.  Umfang og aðkoma mismunandi fagaðila að endurhæfingaráætlun er mismunandi eftir aðstæðum hvers og eins einstaklings. Í sumum tilfellum er þörf á utanaðkomandi sérfræðingum en stundum kann að vera nægjanlegt að efla aukna virkni í daglegu lífi.

Framkvæmd, eftirfylgni og stuðningur er í höndum ráðgjafa og utanaðkomandi endurhæfingaraðila.  Ráðgjafi heldur utan um mál einstaklings og styður hann gegnum endurhæfingarferlið.

Comments are closed.